Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 08:27 Palestínumenn flýja Gasaborg í massavís en óljóst er hvert fólkið getur farið. AP/Abdel Kareem Hana Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02