„Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 22:10 Elvar skildi stundum ekkert í dómurum kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37