Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar 1. september 2025 09:32 Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Jöklar á Íslandi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun