Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 11:36 Dómur var kveðinn upp í Kaupmannahöfn dag. EPA/Liselotte Sabroe Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira