Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2025 12:13 Sérstök áhersla verður lögð á andlega líðan eldri fólks í Gulum september. Vísir/Magnús Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið. Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira