Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 17:14 Íslendingar þekkja Júlíönu Sara sem annan helming gríntvíeykisins Þær tvær sem voru bæði með samnefnda sketsaþætti og grínþættina Venjulegt fólk. Hi Beauty Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og grínisti, mun taka við af Ásu Ninnu Pétursdóttur sem umsjónarmaður Bakarísins á Bylgjunni og stýra þáttunum ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan. Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan.
Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira