Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 17:14 Íslendingar þekkja Júlíönu Sara sem annan helming gríntvíeykisins Þær tvær sem voru bæði með samnefnda sketsaþætti og grínþættina Venjulegt fólk. Hi Beauty Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og grínisti, mun taka við af Ásu Ninnu Pétursdóttur sem umsjónarmaður Bakarísins á Bylgjunni og stýra þáttunum ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan. Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan.
Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira