Lífið

Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helgi og Pétur bjuggu áður í fallegri íbúð við Sólvallagötu.
Helgi og Pétur bjuggu áður í fallegri íbúð við Sólvallagötu.

Huggulegasta hommapar landsins, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifvaldur, og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, hafa fest kaup á fallegri hæð í Suðurhlíðum Kópavogs. 

Helgi og Pétur settu nýverið afar sjarmerandi íbúð við Sólvallagötu í Reykjavík á sölu. Þeir sögðust selja hana með miklum trega en vildu finna eign með garði svo að hundurinn þeirra Nóel gæti notið sín sem best. Þá hafa foreldrar Helga fest kaup á neðri hæðinni.

Draumaeign með stórum garði

Nýja eignin er efri sérhæð í tvíbýlishúsi byggðu árið 1960 sem telur 101,4 fermetra, þar af er sjö fermetra geymla. Við húsið er stór og fallegur gróinn garður með geymsluskúr sem er ekki talinn með í heildarfermetrum eignarinnar.

Gengið er upp steyptan stiga og inn í rúmgóða forstofu sem leiðir í aðrar vistarverur eignarinnar. Eldhús, stofa og borðstofa mynda eitt opið og bjart rými með útgengt á suðursvalir. Eldhúsið er stílhreint prýtt hvítri innréttingu með miklu skápaplássi.

Samtals eru tvö rúmgóð svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þá sameiginlegt þvottahús í kjallara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.