„Verðum að þekkja okkar gildi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 18:02 Ægir Þór og Luka Dončić í leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“ Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira