Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar 3. september 2025 11:45 Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar