Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 08:58 Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen sjá alveg fyrir sér að leiða sóknarleik landsliðsins saman. Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira