Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:24 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira