76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar 5. september 2025 06:01 Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Börn og uppeldi Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun