76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar 5. september 2025 06:01 Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Börn og uppeldi Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun