Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2025 14:37 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn muni áfram halda uppi fullum vörnum þegar kemur að efnisþátt málsins. Vísir/Anton Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39