Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. september 2025 15:11 Roberto Luigi Pagani er staddur út í sveit á Austurlandi í réttum, en hann ræddi við fréttastofu í gegnum fjarfundarbúnað á reiprennandi íslensku. Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“ Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira