Fótbolti

„Ætlum að keyra inn í þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak Bergmann er brattur fyrir leikinn á þriðjudag
Ísak Bergmann er brattur fyrir leikinn á þriðjudag Skjáskot Sýn

„Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Ísland mætir Frökkum í undankeppni HM á þriðjudagskvöldið á Parc des Princes vellinum. Íslendingarnir unnu Asera á föstudagskvöldið 5-0. Þá skoraði Ísak tvö mörk og hefði hæglega getað gert þrennu.

„Þó þetta verði mjög erfitt verkefni á móti Frakklandi þá ætlum við bara að keyra inn í þetta. Þetta verður allt öðruvísi leikur. Við kíktum aðeins á þá á fundi áðan og þetta eru bara allt leikmenn í heimsklassa, Mbappé og Olise og þessir gæjar. Við þurfum að verjast neðarlega og vera þar, og nýta síðan okkar tækifæri þegar þau koma.“

Ísak segist aldrei vera stressaður þegar hann fer inn á fótboltavöllinn. 

„Þetta er bara fótboltaleikur og við höfum engu að tapa. Það búast ábyggilega allir við að við töpum þessum leik, en við munum gefa þeim leik.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Ætlum að keyra inn í þetta“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×