Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 08:13 Lamar Jackson með boltann en Matt Milano bíður spenntur. Bryan Bennett/Getty Images Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025 NFL Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025
NFL Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira