Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar 9. september 2025 09:32 Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun