Fótbolti

Arna semur við Vålerenga

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arna ásamt Steinari Pedersen, þjálfara Vålerenga.
Arna ásamt Steinari Pedersen, þjálfara Vålerenga. Mynd/Valerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Vålerenga greindi frá skiptunum á vefsíðu sinni í dag. Arna komi til með að fylla skarð Matilde Lundorf sem meiddist á dögunum.

Arna verður 23 ára gömul í ár og gekk í raðir FH frá Val fyrir tímabilið 2024. Hún hefur verið öflug með FH-ingum sem hafa farið mikinn í Bestu deild kvenna í sumar og situr í 2. sæti. FH lenti þá í öðru sæti í Mjólkurbikarnum eftir tap fyrir Breiðabliki í úrslitum.

Arna gengur nú í raðir norsku meistaranna en Vålerenga situr sem stendur í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Hún hittir Sædísi Rún Heiðarsdóttur í Noregi, sem er leikmaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×