Innlent

Teppa vegna minni­háttar um­ferðar­slyss á Kringlumýrar­braut

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slysið var minniháttar.
Slysið var minniháttar.

Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið.

Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Þetta var bara minniháttar, það var held ég enginn slasaður, en það þurfti kannski að kíkja aðeins á einn. Það er búið að færa bílana núna og umferðin vonandi farin að rúlla,“ segir Stefán.

Svona var umferðin síðdegis vegna stíflunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×