„Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. september 2025 07:08 Svanhildur Heiða sýnir lesendum Vísis hina hliðina. „Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk,“ segir hin 33 ára Svanhildur Heiða Snorradóttir. Svanhildur er stofnandi og meðeigandi veitingastaðarins Delisia Salads, auk þess sem hún situr í stjórn FKA Framtíðar, undirdeildar félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er mikil ævintýrakona og stundar fallhlífarstökk af mikilli ástríðu. Hún kynntist sportinu þegar hún starfaði sem flugfreyja í Dúbaí og varð strax algjörlega heilluð. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dúbaí, þar sem ég vann sem flugfreyja hjá Emirates. Ég fór í farþegastökk, þar sem þú ert fest við stökkvara, og útsýnið yfir pálmann var algjörlega magnað,“ sagði Svanhildur í samtali við Vísi um ævintýraþrá sína í sumar. Svanhildur Heiða sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Um þig Fullt nafn? Svanhildur Heiða Snorradóttir Aldur? 33 ára Stjörnumerki? Naut Við hvað starfar þú? Ég er stofnandi og meðeigandi veitingastaðarins Delisia Salads sem er nýr staður í Mathöllinni á Höfða. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Fyndin, lífsglöð, ljósvera. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Strákurinn minn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Delisia mun hafa vaxið og dafnað, ég verð komin í draumahúsið mitt með fataherbergi og heitum potti, fjöldskyldunni minni heilsast vel og ég er hamingjusöm. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Að eignast stelpu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma mín gaf mér eitt ráð sem hefur fylgt mér: „Settu þetta í hendurnar á æðri mætti“ Þetta þýðir að þegar maður sleppir tökunum á vandamálinu, þá af-flækjast hlutirnir oft á besta hátt af sjálfu sér. Þetta hefur virkað vel fyrir mig og ég mæli eindregið með því. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Að hafa flutt erlendis og móðurhlutverkið. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Ég er mikil félagsvera og elska að vera í kringum fólk. Það sem ég geri svo til að hlaða batteríin er að vera ein. Mér hefur aldrei leiðst á ævinni því ég elska minn eigin félagsskap. Þá fer ég í náttföt, tek af mér farðann, dreg fyrir gluggana, fæ mér gott snarl og horfi á eitthvað létt og notalegt. Þetta er heilagur tími. Hvert er þitt stærsta afrek? Að eignast strákinn minn. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Ég er með tvær útgáfur. Annars vegar notalegur morgun með kúri með stráknum mínum, síðan hjólatúr í Elliðaárdalnum með fjölskyldunni. Það væri hlýtt og sól, og við myndum eyða síðdeginu í garðinum hjá foreldrum mínum að grilla. Lukkulega eru flestir sunnudagar svona. Svo er það öðruvísi drauma sunnudagur: vakna á paradísarstað með neonbláum sjó og hreinum hvítum sandi. Ég og bestu vinkonur mínar í vinkonuferð að borða góðan mat og baða okkur í sólinni. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Baðkarið. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Skaftafell. Í sumar fékk ég að prófa fallhlífarstökk yfir Skaftafellsjökul sem liggur niður frá Vatnajökli, þar sem ár beggja megin koma saman í eitt listaverk. Dásamlega fallegur staður. En úti í heimi? Maldives-eyjar. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að vera vakin af stráknum mínum. Við förum saman fram og setjumst í sófann og horfum á Hvolpasveitina. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég fer í notes í símanum og fer yfir það sem ég ætla að gera á morgun. Svo set ég á HZ-bylgjutónlist á Spotify og sofna út frá því. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já, ég borða allt sem ég vil og hef aldrei sett mér reglur þar. Hins vegar reyni ég að velja hollari kosti í daglegu lífi. Til dæmis fæ ég mér ristað glúteinlaust brauð frá Hygge Bakarí, kaupi kjúklingabauna pasta í Krónunni, bæti smjöri og salti á og gef stráknum mínum. Ég fæ mér kjötbollur með hot sauce í morgunmat. Það hljómar kannski furðulega, en þetta byrjaði til þegar ég var að reyna að koma próteini ofan í strákinn minn á morgnana þar sem hann elskar heimagerðar kjötbollur. Nú byrjum við alla daga á kjötbollum og ég finn að þetta gefur mér meira jafnvægi yfir daginn. Heilsa er líka hvað þú horfir á, hlustar á, talar um og með hverjum þú eyðir tíma. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Álfur eða flugfreyja. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Í vikunni. Ég var að þakka starfsfólki ungbarnaleikskóla sonar míns fyrir allt þar sem hann er að byrja á nýjum leikskóla. Ég var svo þakklát fyrir þau að ég gat ekki annað en farið að gráta. Edited in Tezza with: Cocoa Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Hvorugt – ég er hádegismanneskja. Ef ég fengi að ráða, þá væri ég til í að vakna í hádeginu alla daga. Ég hef alltaf verið svona. Hver er þinn helsti kostur? Ég kann að láta fólki líða vel í kringum mig. En ókostur? Ég er langrækin. Uppáhalds maturinn þinn? Pizza og nautalund með bernaise-sósu. Hvað veitir þér innblástur? Fjölskyldan mín. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? íslensku og ensku. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Já, ég man allt orð fyrir orð úr þáttum og bíómyndum. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að fljúga. Draumabíllinn þinn? Land Rover Defender, ólífugrænn eða mosagrænn. Hælar eða strigaskór? Í daglegu lífi er ég í strigaskóm en ég elska líka hæla. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Já, með fyrsta kærastanum mínum í 6. bekk á bekkjarólu. Svo kom rigning, þetta var eins og í byrjun á krúttlegri rómantískri bíómynd. Er eitthvað sem þú óttast? Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég hef ekki horft á sjónvarp síðan Delisia opnaði, en það síðasta sem ég horfði á voru And Just Like That, framhaldsþættir Sex and the City. Fyrir mig er þetta skylduáhorf – eini gallinn er að okkar kona, Samantha, er ekki og því vantar smá kjöti á beinin. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? „Ástfangin“ með Heiðu, „Money Trees“ með Kendrick Lamar og „Mess It Up“ með Quarashi. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is. Hin hliðin Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Svanhildur er stofnandi og meðeigandi veitingastaðarins Delisia Salads, auk þess sem hún situr í stjórn FKA Framtíðar, undirdeildar félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er mikil ævintýrakona og stundar fallhlífarstökk af mikilli ástríðu. Hún kynntist sportinu þegar hún starfaði sem flugfreyja í Dúbaí og varð strax algjörlega heilluð. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dúbaí, þar sem ég vann sem flugfreyja hjá Emirates. Ég fór í farþegastökk, þar sem þú ert fest við stökkvara, og útsýnið yfir pálmann var algjörlega magnað,“ sagði Svanhildur í samtali við Vísi um ævintýraþrá sína í sumar. Svanhildur Heiða sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Um þig Fullt nafn? Svanhildur Heiða Snorradóttir Aldur? 33 ára Stjörnumerki? Naut Við hvað starfar þú? Ég er stofnandi og meðeigandi veitingastaðarins Delisia Salads sem er nýr staður í Mathöllinni á Höfða. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Fyndin, lífsglöð, ljósvera. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Strákurinn minn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Delisia mun hafa vaxið og dafnað, ég verð komin í draumahúsið mitt með fataherbergi og heitum potti, fjöldskyldunni minni heilsast vel og ég er hamingjusöm. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Að eignast stelpu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma mín gaf mér eitt ráð sem hefur fylgt mér: „Settu þetta í hendurnar á æðri mætti“ Þetta þýðir að þegar maður sleppir tökunum á vandamálinu, þá af-flækjast hlutirnir oft á besta hátt af sjálfu sér. Þetta hefur virkað vel fyrir mig og ég mæli eindregið með því. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Að hafa flutt erlendis og móðurhlutverkið. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Ég er mikil félagsvera og elska að vera í kringum fólk. Það sem ég geri svo til að hlaða batteríin er að vera ein. Mér hefur aldrei leiðst á ævinni því ég elska minn eigin félagsskap. Þá fer ég í náttföt, tek af mér farðann, dreg fyrir gluggana, fæ mér gott snarl og horfi á eitthvað létt og notalegt. Þetta er heilagur tími. Hvert er þitt stærsta afrek? Að eignast strákinn minn. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Ég er með tvær útgáfur. Annars vegar notalegur morgun með kúri með stráknum mínum, síðan hjólatúr í Elliðaárdalnum með fjölskyldunni. Það væri hlýtt og sól, og við myndum eyða síðdeginu í garðinum hjá foreldrum mínum að grilla. Lukkulega eru flestir sunnudagar svona. Svo er það öðruvísi drauma sunnudagur: vakna á paradísarstað með neonbláum sjó og hreinum hvítum sandi. Ég og bestu vinkonur mínar í vinkonuferð að borða góðan mat og baða okkur í sólinni. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Baðkarið. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Skaftafell. Í sumar fékk ég að prófa fallhlífarstökk yfir Skaftafellsjökul sem liggur niður frá Vatnajökli, þar sem ár beggja megin koma saman í eitt listaverk. Dásamlega fallegur staður. En úti í heimi? Maldives-eyjar. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að vera vakin af stráknum mínum. Við förum saman fram og setjumst í sófann og horfum á Hvolpasveitina. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég fer í notes í símanum og fer yfir það sem ég ætla að gera á morgun. Svo set ég á HZ-bylgjutónlist á Spotify og sofna út frá því. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já, ég borða allt sem ég vil og hef aldrei sett mér reglur þar. Hins vegar reyni ég að velja hollari kosti í daglegu lífi. Til dæmis fæ ég mér ristað glúteinlaust brauð frá Hygge Bakarí, kaupi kjúklingabauna pasta í Krónunni, bæti smjöri og salti á og gef stráknum mínum. Ég fæ mér kjötbollur með hot sauce í morgunmat. Það hljómar kannski furðulega, en þetta byrjaði til þegar ég var að reyna að koma próteini ofan í strákinn minn á morgnana þar sem hann elskar heimagerðar kjötbollur. Nú byrjum við alla daga á kjötbollum og ég finn að þetta gefur mér meira jafnvægi yfir daginn. Heilsa er líka hvað þú horfir á, hlustar á, talar um og með hverjum þú eyðir tíma. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Álfur eða flugfreyja. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Í vikunni. Ég var að þakka starfsfólki ungbarnaleikskóla sonar míns fyrir allt þar sem hann er að byrja á nýjum leikskóla. Ég var svo þakklát fyrir þau að ég gat ekki annað en farið að gráta. Edited in Tezza with: Cocoa Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Hvorugt – ég er hádegismanneskja. Ef ég fengi að ráða, þá væri ég til í að vakna í hádeginu alla daga. Ég hef alltaf verið svona. Hver er þinn helsti kostur? Ég kann að láta fólki líða vel í kringum mig. En ókostur? Ég er langrækin. Uppáhalds maturinn þinn? Pizza og nautalund með bernaise-sósu. Hvað veitir þér innblástur? Fjölskyldan mín. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? íslensku og ensku. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Já, ég man allt orð fyrir orð úr þáttum og bíómyndum. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að fljúga. Draumabíllinn þinn? Land Rover Defender, ólífugrænn eða mosagrænn. Hælar eða strigaskór? Í daglegu lífi er ég í strigaskóm en ég elska líka hæla. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Já, með fyrsta kærastanum mínum í 6. bekk á bekkjarólu. Svo kom rigning, þetta var eins og í byrjun á krúttlegri rómantískri bíómynd. Er eitthvað sem þú óttast? Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég hef ekki horft á sjónvarp síðan Delisia opnaði, en það síðasta sem ég horfði á voru And Just Like That, framhaldsþættir Sex and the City. Fyrir mig er þetta skylduáhorf – eini gallinn er að okkar kona, Samantha, er ekki og því vantar smá kjöti á beinin. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? „Ástfangin“ með Heiðu, „Money Trees“ með Kendrick Lamar og „Mess It Up“ með Quarashi. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira