„Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2025 09:35 Kristján og Bergþór virðast sannfærðir um að peningakerfið sé komið í þrot og framtíðin sé í rafmyntum. Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. Ísland í dag ræddi á dögunum við Bergþór Másson, sem seldi íbúð sína og fjárfesti í Bitcoin. Sagðist hann á samfélagsmiðlum hafa reiknað það út að ef hann hefði sett útborgunina, níu milljónir, í Bitcoin í stað þess að kaupa árið 2020, væri hann 136 milljón krónum ríkari í dag. „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta,“ sagði Kristján Ingi í Bítinu í morgun en varaði á sama tíma við því að auðvitað þyrfti fólk að fara varlega. „Það sem ég fíla við það sem hann er að gera, af því að fólk á það til að kannski vaða inn á eftir svona fullyrðingum, er að hann hefur unnið heimavinnuna. Og ég veit það. Ég fór til dæmis til hans í hlaðvarp þar sem við vorum að tala svona helming um þessi mál og hann var virkilega að reyna að kynna sér þessi mál,“ segir Kristján um Bergþór. Það yrði frábært ef dæmið gengi upp hjá honum en ef ekki, þá þyrfti hann að taka afleiðingunum. Ungs manns gaman? Hvað varðaði gagnrýni Bergþórs á fjármálakerfið og það hvort við gætum spáð fyrir um það hvernig það myndi líta út eftir tíu ár, svaraði Kristján játandi. „Já, það er orðið nokkuð ljóst og markaðirnir eru svona farnir að prísa inn hundrað ára krísuna, sem er í formi þess að peningakerfið okkar er orðið svo skuldsett,“ sagði Kristján. Ef horft væri til ríkja á borð við Bandaríkin, Frakkland, Ítalíu og Spán þá einfaldlega skulduðu þau of mikla peninga. „Og það sem gerist í framhaldinu er að peningar eru prentaðir til að borga skuldir og þá verða peningar langleiðina verðlausir.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi „ýtt á bensíngjöfina“, aukið hallann. Hann hefði hins vegar einnig talað fyrir rafmyntum en geirinn hefði hingað til verið „barinn niður“ af hinu opinbera, sem vildi koma í veg fyrir flótta úr kerfinu. Nú hefðu verið settar reglur bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sem menn ynnu samkvæmt og helstu aðilar í greiðslumiðlun væru að undirbúa sig fyrir breytta tíma. Aðspurður segist Kristján sammála þeirri hugmyndafræði að maður eigi aldrei að fjárfesta meiru en maður hefur efni á að tapa. Þannig væru hagsmunir og aðstæður 30 ára einstaklings og 60 ára einstaklings til að mynda ólíkar. „Þegar ég var ungur maður, eða yngri maður, þá setti ég aleiguna í start-up fyrirtækið mitt, sem er bara önnur leið til að fjárfesta. Ég var að fjárfesta aleigunni minni og tímanum mínum. Og það gekk ekki en ég er samt ekki á götunni eftir það. Ég bara vann mig upp úr því og allt það,“ segir Kristján. „Fólk á þessum aldri er kannski með einhvern sparnað og þetta er ekki stór biti af heildarsparnaðinum yfir ævina. En fyrstu æviárin vill maður vera að byggja upp sparnaðinn og eftir því sem líður á vill maður vera að verja hann.“ En hvað með það að setja ekki öll eggin í sömu körfuna? Jú, Kristján virðist almennt séð sammála því en hann segir óvenjulegar aðstæður uppi, þar sem menn horfi fram á hrun peningakerfisins. Þetta megi meðal annars sjá í því að menn séu að losa sig við gjaldmiðla og fjárfesta í öryggum hlutabréfum og gulli. Sú leið sem Bergþór hafi farið sé „heiðarleg leið til að ná utan um hugmyndafræðina og hvert heimurinn er líklega að stefna“. Tíminn muni leiða í ljós hvort Bergþór sé snillingur eða brjálæðingur. Rafmyntir Fjármálamarkaðir Fasteignamarkaður Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Ísland í dag ræddi á dögunum við Bergþór Másson, sem seldi íbúð sína og fjárfesti í Bitcoin. Sagðist hann á samfélagsmiðlum hafa reiknað það út að ef hann hefði sett útborgunina, níu milljónir, í Bitcoin í stað þess að kaupa árið 2020, væri hann 136 milljón krónum ríkari í dag. „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta,“ sagði Kristján Ingi í Bítinu í morgun en varaði á sama tíma við því að auðvitað þyrfti fólk að fara varlega. „Það sem ég fíla við það sem hann er að gera, af því að fólk á það til að kannski vaða inn á eftir svona fullyrðingum, er að hann hefur unnið heimavinnuna. Og ég veit það. Ég fór til dæmis til hans í hlaðvarp þar sem við vorum að tala svona helming um þessi mál og hann var virkilega að reyna að kynna sér þessi mál,“ segir Kristján um Bergþór. Það yrði frábært ef dæmið gengi upp hjá honum en ef ekki, þá þyrfti hann að taka afleiðingunum. Ungs manns gaman? Hvað varðaði gagnrýni Bergþórs á fjármálakerfið og það hvort við gætum spáð fyrir um það hvernig það myndi líta út eftir tíu ár, svaraði Kristján játandi. „Já, það er orðið nokkuð ljóst og markaðirnir eru svona farnir að prísa inn hundrað ára krísuna, sem er í formi þess að peningakerfið okkar er orðið svo skuldsett,“ sagði Kristján. Ef horft væri til ríkja á borð við Bandaríkin, Frakkland, Ítalíu og Spán þá einfaldlega skulduðu þau of mikla peninga. „Og það sem gerist í framhaldinu er að peningar eru prentaðir til að borga skuldir og þá verða peningar langleiðina verðlausir.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi „ýtt á bensíngjöfina“, aukið hallann. Hann hefði hins vegar einnig talað fyrir rafmyntum en geirinn hefði hingað til verið „barinn niður“ af hinu opinbera, sem vildi koma í veg fyrir flótta úr kerfinu. Nú hefðu verið settar reglur bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sem menn ynnu samkvæmt og helstu aðilar í greiðslumiðlun væru að undirbúa sig fyrir breytta tíma. Aðspurður segist Kristján sammála þeirri hugmyndafræði að maður eigi aldrei að fjárfesta meiru en maður hefur efni á að tapa. Þannig væru hagsmunir og aðstæður 30 ára einstaklings og 60 ára einstaklings til að mynda ólíkar. „Þegar ég var ungur maður, eða yngri maður, þá setti ég aleiguna í start-up fyrirtækið mitt, sem er bara önnur leið til að fjárfesta. Ég var að fjárfesta aleigunni minni og tímanum mínum. Og það gekk ekki en ég er samt ekki á götunni eftir það. Ég bara vann mig upp úr því og allt það,“ segir Kristján. „Fólk á þessum aldri er kannski með einhvern sparnað og þetta er ekki stór biti af heildarsparnaðinum yfir ævina. En fyrstu æviárin vill maður vera að byggja upp sparnaðinn og eftir því sem líður á vill maður vera að verja hann.“ En hvað með það að setja ekki öll eggin í sömu körfuna? Jú, Kristján virðist almennt séð sammála því en hann segir óvenjulegar aðstæður uppi, þar sem menn horfi fram á hrun peningakerfisins. Þetta megi meðal annars sjá í því að menn séu að losa sig við gjaldmiðla og fjárfesta í öryggum hlutabréfum og gulli. Sú leið sem Bergþór hafi farið sé „heiðarleg leið til að ná utan um hugmyndafræðina og hvert heimurinn er líklega að stefna“. Tíminn muni leiða í ljós hvort Bergþór sé snillingur eða brjálæðingur.
Rafmyntir Fjármálamarkaðir Fasteignamarkaður Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira