Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 10. september 2025 14:32 Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar