Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 15:03 Ásmundur Rúnar Gylfason aðstorðaryfirlögregluþjónn er stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við hverfisgötu. Vísir/samsett Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira