Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:45 Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, Vísir/Viktor Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira