Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 18:53 Herþota af gerðinni F-35 á flugi. EPA/DEAN LEWINS Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025 Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025
Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira