Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:57 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall. EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall.
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira