Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 13:04 Aðalsteinn Leifsson formaður nefndarinnar segir segir fjölþættar ógnir stafa að landinu. Vísir/Ívar Fannar Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira