Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 19:14 Allsherjarþingið var sett á þriðjudaginn síðasta. Getty Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. Ályktunin ber heitið New York-yfirlýsingin og kveður á um að þjóðir heimsins skuli stíga „áþreifanleg, tímanleg og óafturkræf skref“ í átt að tveggja ríkja lausn. 142 þjóðir greiddu atkvæði með ályktuninni, tólf sátu hjá og tíu greiddu atkvæði gegn henni, þeirra á meðal Ísrael og Bandaríkin. Frakkar lögðu ályktunina fram í samvinnu við Sáda. Hún er samkvæmt erlendum miðlum vandlega unnin málamiðlun þar sem Arabaríki fordæma árásir Hamasliða í október ársins 2023 harkalega í skiptum fyrir ótvíræðan stuðning við palestínskt ríki. Markið er samkvæmt Guardian að sýna Ísraelsmönnum og Bandaríkjamönnum að þeir séu einir um afstöðu sína gegn langvarandi lausn á átökunum. Í yfirlýsingunni lýsir alþjóðasamfélagið yfir stuðningi við stjórn Þjóðarráðs Palestínu á Vesturbakkanum og Gasa. Þjóðarráðið fer þegar með stjórn í þeim hluta hins hernumda Vesturbakka sem Ísraelsmenn hafa ekki algjörlega lagt undir sig. Kosningin fór fram til undirbúnings ráðstefnu um málefni Palestínu sem fer fram í næstu viku. Frakkland, Bretland, Kanada og Ástralía eru á meðal ríkja sem hafa tilkynnt um að þau hyggist viðurkenna Palestínuríki á ráðstefnunni. Þessi áform hafa þó ekki fallið vel í kramið hjá Ísraelsmönnum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra sagði í gær að það væri útilokað að Ísrael myndi nokkurn tíma viðurkenna palestínskt ríki. Í dag viðurkenna um þrír fjórðu ríkja heims sjálfstæði Palestínu. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Ályktunin ber heitið New York-yfirlýsingin og kveður á um að þjóðir heimsins skuli stíga „áþreifanleg, tímanleg og óafturkræf skref“ í átt að tveggja ríkja lausn. 142 þjóðir greiddu atkvæði með ályktuninni, tólf sátu hjá og tíu greiddu atkvæði gegn henni, þeirra á meðal Ísrael og Bandaríkin. Frakkar lögðu ályktunina fram í samvinnu við Sáda. Hún er samkvæmt erlendum miðlum vandlega unnin málamiðlun þar sem Arabaríki fordæma árásir Hamasliða í október ársins 2023 harkalega í skiptum fyrir ótvíræðan stuðning við palestínskt ríki. Markið er samkvæmt Guardian að sýna Ísraelsmönnum og Bandaríkjamönnum að þeir séu einir um afstöðu sína gegn langvarandi lausn á átökunum. Í yfirlýsingunni lýsir alþjóðasamfélagið yfir stuðningi við stjórn Þjóðarráðs Palestínu á Vesturbakkanum og Gasa. Þjóðarráðið fer þegar með stjórn í þeim hluta hins hernumda Vesturbakka sem Ísraelsmenn hafa ekki algjörlega lagt undir sig. Kosningin fór fram til undirbúnings ráðstefnu um málefni Palestínu sem fer fram í næstu viku. Frakkland, Bretland, Kanada og Ástralía eru á meðal ríkja sem hafa tilkynnt um að þau hyggist viðurkenna Palestínuríki á ráðstefnunni. Þessi áform hafa þó ekki fallið vel í kramið hjá Ísraelsmönnum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra sagði í gær að það væri útilokað að Ísrael myndi nokkurn tíma viðurkenna palestínskt ríki. Í dag viðurkenna um þrír fjórðu ríkja heims sjálfstæði Palestínu.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira