Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 15:08 Af mótmælunum í Lundúnum í dag. AP Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka. Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka.
Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12