„Draumur síðan ég var krakki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2025 08:01 Sigfús fagnar með stuðningsfólki Þórs í leikslok. Vísir/Ernir Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira