Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 13:17 Roberto er orðinn Íslendingur. Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“ Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“
Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira