Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar 16. september 2025 14:01 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun