Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2025 07:29 Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að efla öryggi farþega. Getty Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu. Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu.
Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira