Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 12:31 Eyjólfur Ármannsson Innviðaráðherra vonar að sátt muni skapast um leigubílamarkaðinn með breytingunum. Vísir/Anton Brink Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16