Viðskipti innlent

Slá milljarða lán til að fjár­magna jarð- og sæ­strengi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets, (t.h.) tekur í spaðann á Jeanette Vitasp, yfirmanni lánamála hjá Norræna fjárfestingabankanum, við undirskrift lánasamningsins.
Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets, (t.h.) tekur í spaðann á Jeanette Vitasp, yfirmanni lánamála hjá Norræna fjárfestingabankanum, við undirskrift lánasamningsins. Landsnet

Landsnet hefur fengið um 4,2 milljarða króna lán frá Norræna fjárfestingabankanum til þess að fjármagna jarðstreng á Norðurlandi og nýja sæstrengi til Vestmannaeyja. Framkvæmdirnar eru sagðar eiga að auka orkuöryggi á svæðunum.

Lánið, sem er upp á 35 milljónir dollara, á bæði að fjármagna jarðstreng á milli Akureyrar og Dalvíkir til að styrkja flutningskerfið þar og á Suðurlandi. Þar á að bæta tengingar á milli Hellu og Landeyja annars vegar og leggja nýja sætrengi á milli Landeyja og Vestmannaeyja hins vegar.

Í tilkynningu frá Landsneti vegna lántökurnar kemur fram að með nýju sæstrengjunum til Eyja eigi flutningsgeta dreifikerfisins þangað að aukast en þeir styrki einnig kerfið í heild sem auki orkuöryggi og öruggari flutning raforku á milli landshluta.

Norræni fjárfestingabankinn er í eigu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Honum er ætlað að fjármagna verkefni sem auka framleiðni í löndunum sem standa að honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×