Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 23:21 Jimmy Kimmel er þáttastjórnandi þáttarins Jimmy Kimmel Live! Getty/Phillip Faraone Vinsæll spjallþáttur Jimmy Kimmel verður ekki sendur út um „óákveðinn tíma“ eftir ummæli hans um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi. „MAGA [Make America Great Again] gengið reynir af öllum mætti að einkenna þennan krakka sem myrti Charlie Kirk sem eitthvað annað en einn af þeim og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna sér inn pólitísk stig,“ sagði Kimmel í þættinum sínum síðasta mánudagskvöld. Þar er hann að tala um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi og bandamanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Kirk var skotinn til bana á fjölmennum fundi í háskóla í Utah-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? Brendan Carr, formaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna eftir tilnefningu Trumps, gagnrýndi ummæli Kimmel í hlaðvarpsþætti fyrr í dag og gaf í skyn að það væri mögulegt fyrir eftirlitsstofnun að grípa til aðgerða gegn útsendingarleyfum stöðva í eigu ABC, segir í umfjöllun Wall Street Journal. „Þetta lítur út fyrir að vera vegna gjörða Jimmy Kimmel að vefja því inn í frásögnina að [meintur morðingi] hafi verið einhver MAGA eða Repúblikani,“ sagði Carr. „Það sem fólk skilur ekki er að þeir sem senda út efni fá leyfi hjá okkur og því fylgir skylda að starfa í þágu almannahagsmuna. Þegar við sjáum hluti eins og þetta, sjáðu til, getum við gert hlutina á auðvelda mátann eða erfiða mátann.“ Í kjölfar viðtalsins við Carr sagðist Nexstar Media, einn stærsti eigandi sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum, ekki ætla að senda út þætti Kimmels á sínum stöðvum „í fyrirsjáanlegri framtíð frá og með þættinum í kvöld.“ ABC, sem framleiðir þættina, steig skrefinu lengra og sagðist ekki ætla framleiða þá um óákveðinn tíma. „Við teljum ekki að [ummælin] endurspegli skoðanir, viðhorf eða gildi samfélagsins okkar,“ segir Andrew Alford, forseti útsendingardeildar Nexstar, í umfjöllun BBC. Vert er að taka fram að Nexstar Media á nú í gríðarstórum samruna við fyrirtækið Tegna sem varðar 6,2 milljarða dollara eða tæpa 750 milljarða króna. Til þess að samruninn geti orðið þarf Fjarskiptastofnunin undir stjórn Carr að veita leyfi. „Kimmel er næstur“ Þáttur Kimmels er ekki sá fyrsti sem hverfur af skjánum eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Þátturinn Late Show í stjórn Stephen Colbert var lagður niður eftir áratuga göngu hans á CBS. Er fregnirnar bárust bentu margir á að Colbert hafði lengi verið einn helsti gagnrýnandi Trumps. Eigendur Paramount, móðurfyrirtæki CBS, voru í samrunaviðræðum við fjölmiðlafyrirtækið Skydance og þurftu þau blessun stjórnvalda til að fá hann í gegn. Þegar fregnirnar af endalokum Live Show bárust var Trump yfir sig glaður og tilkynnti í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social að Jimmy Kimmel væri næstur. „Jimmy Kimmel er NÆSTUR í að tapa í hæfileikalausa veðhlaupinu og stuttu eftir það verður Fallon farinn. Þetta er fólk með ENGA HÆFILEIKA sem fær milljónir dollara greiddar fyrir, í öllum tilvikum, að eyðileggja það sem var áður FRÁBÆRT sjónvarp. Það er virkilega gott að sjá þau fara og ég vona að ég hafi átt stóran þátt í því,“ skrifaði Trump í færslu þann 22. júlí síðastliðinn. Bandamenn Trumps hafa tjáð sig um vendingarnar. „Venjulegir Bandaríkjamenn með heilbrigða skynsemi þola ekki lengur bullið og fyrirtæki eins og ABC eru loksins tilbúin að gera það sem er rétt og sanngjarnt,“ skrifar Taylor Budowich, aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, í færslu á X. Welcome to Consequence Culture.Normal, common sense Americans are no longer taking the bullshit and companies like ABC are finally willing to do the right and reasonable thing. MAKE AMERICA GREAT AGAIN! https://t.co/EajJJBwCoL— Taylor Budowich (@TayFromCA) September 17, 2025 Jimmy Kimmel Live! eru klukkustunda langir spjallþættir sem hafa verið sendir út frá árinu 2003. Þættirnir voru fyrst, líkt og nafnið gefur til kynna, sendir út í beinni útsendingu en var því breytt árið 2004 eftir að leikarinn Thomas Jane sagði fjöldann allan af blótsyrðum sem ekki var hægt að ritskoða. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Hollywood Donald Trump Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„MAGA [Make America Great Again] gengið reynir af öllum mætti að einkenna þennan krakka sem myrti Charlie Kirk sem eitthvað annað en einn af þeim og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna sér inn pólitísk stig,“ sagði Kimmel í þættinum sínum síðasta mánudagskvöld. Þar er hann að tala um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi og bandamanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Kirk var skotinn til bana á fjölmennum fundi í háskóla í Utah-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? Brendan Carr, formaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna eftir tilnefningu Trumps, gagnrýndi ummæli Kimmel í hlaðvarpsþætti fyrr í dag og gaf í skyn að það væri mögulegt fyrir eftirlitsstofnun að grípa til aðgerða gegn útsendingarleyfum stöðva í eigu ABC, segir í umfjöllun Wall Street Journal. „Þetta lítur út fyrir að vera vegna gjörða Jimmy Kimmel að vefja því inn í frásögnina að [meintur morðingi] hafi verið einhver MAGA eða Repúblikani,“ sagði Carr. „Það sem fólk skilur ekki er að þeir sem senda út efni fá leyfi hjá okkur og því fylgir skylda að starfa í þágu almannahagsmuna. Þegar við sjáum hluti eins og þetta, sjáðu til, getum við gert hlutina á auðvelda mátann eða erfiða mátann.“ Í kjölfar viðtalsins við Carr sagðist Nexstar Media, einn stærsti eigandi sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum, ekki ætla að senda út þætti Kimmels á sínum stöðvum „í fyrirsjáanlegri framtíð frá og með þættinum í kvöld.“ ABC, sem framleiðir þættina, steig skrefinu lengra og sagðist ekki ætla framleiða þá um óákveðinn tíma. „Við teljum ekki að [ummælin] endurspegli skoðanir, viðhorf eða gildi samfélagsins okkar,“ segir Andrew Alford, forseti útsendingardeildar Nexstar, í umfjöllun BBC. Vert er að taka fram að Nexstar Media á nú í gríðarstórum samruna við fyrirtækið Tegna sem varðar 6,2 milljarða dollara eða tæpa 750 milljarða króna. Til þess að samruninn geti orðið þarf Fjarskiptastofnunin undir stjórn Carr að veita leyfi. „Kimmel er næstur“ Þáttur Kimmels er ekki sá fyrsti sem hverfur af skjánum eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Þátturinn Late Show í stjórn Stephen Colbert var lagður niður eftir áratuga göngu hans á CBS. Er fregnirnar bárust bentu margir á að Colbert hafði lengi verið einn helsti gagnrýnandi Trumps. Eigendur Paramount, móðurfyrirtæki CBS, voru í samrunaviðræðum við fjölmiðlafyrirtækið Skydance og þurftu þau blessun stjórnvalda til að fá hann í gegn. Þegar fregnirnar af endalokum Live Show bárust var Trump yfir sig glaður og tilkynnti í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social að Jimmy Kimmel væri næstur. „Jimmy Kimmel er NÆSTUR í að tapa í hæfileikalausa veðhlaupinu og stuttu eftir það verður Fallon farinn. Þetta er fólk með ENGA HÆFILEIKA sem fær milljónir dollara greiddar fyrir, í öllum tilvikum, að eyðileggja það sem var áður FRÁBÆRT sjónvarp. Það er virkilega gott að sjá þau fara og ég vona að ég hafi átt stóran þátt í því,“ skrifaði Trump í færslu þann 22. júlí síðastliðinn. Bandamenn Trumps hafa tjáð sig um vendingarnar. „Venjulegir Bandaríkjamenn með heilbrigða skynsemi þola ekki lengur bullið og fyrirtæki eins og ABC eru loksins tilbúin að gera það sem er rétt og sanngjarnt,“ skrifar Taylor Budowich, aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, í færslu á X. Welcome to Consequence Culture.Normal, common sense Americans are no longer taking the bullshit and companies like ABC are finally willing to do the right and reasonable thing. MAKE AMERICA GREAT AGAIN! https://t.co/EajJJBwCoL— Taylor Budowich (@TayFromCA) September 17, 2025 Jimmy Kimmel Live! eru klukkustunda langir spjallþættir sem hafa verið sendir út frá árinu 2003. Þættirnir voru fyrst, líkt og nafnið gefur til kynna, sendir út í beinni útsendingu en var því breytt árið 2004 eftir að leikarinn Thomas Jane sagði fjöldann allan af blótsyrðum sem ekki var hægt að ritskoða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Hollywood Donald Trump Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira