Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar 18. september 2025 10:30 Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun