Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:13 Benedikt Már er grunnskólanemandi frá Akureyri. Vísir/Samsett Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. „Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“ Grunnskólar Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“
Grunnskólar Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira