Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar 19. september 2025 10:46 Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun