Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar 19. september 2025 11:32 Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar