Lífið

Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet og Pétur eru orðin tveggja drengja foreldrar.
Elísabet og Pétur eru orðin tveggja drengja foreldrar. Facebook

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust dreng þann 9. september síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Drengurinn er þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Margeir Inga sem er fjögurra ára. 

Bræðurnir eru strax afar samstíga í lífinu en báðir komu í heiminn tveimur vikum fyrir settan dag, á þriðjudegi, níunda dag mánaðarins. Ekki nóg með það heldur fæddust þeir einnig jafn stórir.

„Yndislegur lítill bróðir kom í heiminn með hraði þann 9. september. Margeir Ingi, 4 ára, er duglegur stóri bróðir sem hugsar vel um nýja krílið og erum við ótrúlega stolt af honum. Bræðurnir eru ótrúlega líkir en þeir fæddust báðir tæplega tveimur vikum fyrir settan dag og voru nákvæmlega jafn stórir. Mættu einnig báðir á þriðjudegi og 9. degi mánaðar,“ skrifar þau við færsluna þar sem má sja myndir af fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.