Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 14:08 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“ Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“
Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira