Innlent

Kjara­samningur í höfn og at­kvæða­greiðslu um verk­fall af­lýst

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá undirritun kjarasamnings milli Alcoa, AFL og RSÍ.
Frá undirritun kjarasamnings milli Alcoa, AFL og RSÍ.

Samningar hafa náðst í kjaradeilu Rafiðnaðarsambands Íslands og AFLs við Alcoa og hefur fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um verkfall því verið aflýst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélögunum tveimur. 

„Alcoa og stéttarfélögin AFL og RSÍ hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir afturvirkt frá mars 2025 og til fjögurra ára. Atkvæðagreiðslu um verkfall hefur því verið aflýst. 

Samningurinn er sambærilegur við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið í stóriðju að undanförnu en á næstu dögum munu stéttarfélögin kynna samninginn fyrir starfsfólki Alcoa á sérstökum kynningarfundum,“ segir í yfirlýsingunni.

Í tilkynningu frá stéttarfélögum er ríkissáttasemjara þakkað fyrir sína vinnu og því fagnað að sameiginleg lausn sé í höfn. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×