Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 15:10 Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Ólöf Jónsdóttir eru spenntar fyrir helginni. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Ólöf Jónsdóttir kveðst í mikið betra ástandi, andlega og líkamlega, fyrir bakgarðshlaupið í Heiðmörk um helgina en í maí þegar hún hljóp þó 40 hringi. Ósk Gunnarsdóttir ætlar að sjá til þess að vinkona sín klári hvern einasta orkudropa. Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira