Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 15:27 Frá leik á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Vísir/Jón Gautur Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar. Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra. Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra.
Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira