Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 07:50 Forsætisráðherra Eistlands segir viðbragð NATO ríkjanna verða að vera samhæft og sterkt. Vísir/EPA Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi. Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi.
Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09
NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56