Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 14:13 Jóhann Páll tilkynnti SVEIT í gær að hann myndi ekki mæta á haustfundinn. Vísir/Lýður Valberg Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Í áskorun Eflingar sagði að þátttaka hans myndi „hvítþvo“ samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Allt frá stofnun samtakanna hefur Efling gagnrýnt þau harðlega og tengsl samtakanna við stéttarfélagið Virðingu. Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið þátttöku sína til baka. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, sagði í yfirlýsingu vegna málsins í gær að hann hefði sjálfur verið í sambandi við aðstoðarfólk Jóhanns Páls vegna áskorunarinnar. Samtökin óski ráðherranum ekki að verða bitbein í umræðu er varðar Eflingu og SVEIT og að hann ætti von á því að ráðherrann myndi draga þátttöku sína til baka. „Á haustfundinum stendur til að fjalla um starfsemi heilbrigðiseftirlita í landinu og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Í þeim felst meðal annars að færa öll heilbrigðiseftirlit landsins undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Það var erindi ráðherrans á fundinum, fremur en „hvítþvottur“ eins og hún hélt fram,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni í gær. Þar kom einnig fram að á haustfundinum stæði til að leiða saman ólíka aðila sem hafi bæði góða og slæma reynslu af veitingarekstri og kalla fram málefnalega umræðu. „Varðandi erindi Sólveigar, þá verð ég að ítreka það að Sveit er EKKI aðili að samningum SA við Eflingu þannig erum við í engu samtali við Eflingu og EKKI aðilar að neinum samningum við Eflingu. Stéttarfélagið Virðing var EKKI stofnað af Sveit og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst frá því ég hóf störf,“ segir Einar að lokum. Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Atvinnurekendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. 12. júní 2025 12:21 SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna. 12. júní 2025 09:17 SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. 12. júní 2025 06:56 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Í áskorun Eflingar sagði að þátttaka hans myndi „hvítþvo“ samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Allt frá stofnun samtakanna hefur Efling gagnrýnt þau harðlega og tengsl samtakanna við stéttarfélagið Virðingu. Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið þátttöku sína til baka. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, sagði í yfirlýsingu vegna málsins í gær að hann hefði sjálfur verið í sambandi við aðstoðarfólk Jóhanns Páls vegna áskorunarinnar. Samtökin óski ráðherranum ekki að verða bitbein í umræðu er varðar Eflingu og SVEIT og að hann ætti von á því að ráðherrann myndi draga þátttöku sína til baka. „Á haustfundinum stendur til að fjalla um starfsemi heilbrigðiseftirlita í landinu og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Í þeim felst meðal annars að færa öll heilbrigðiseftirlit landsins undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Það var erindi ráðherrans á fundinum, fremur en „hvítþvottur“ eins og hún hélt fram,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni í gær. Þar kom einnig fram að á haustfundinum stæði til að leiða saman ólíka aðila sem hafi bæði góða og slæma reynslu af veitingarekstri og kalla fram málefnalega umræðu. „Varðandi erindi Sólveigar, þá verð ég að ítreka það að Sveit er EKKI aðili að samningum SA við Eflingu þannig erum við í engu samtali við Eflingu og EKKI aðilar að neinum samningum við Eflingu. Stéttarfélagið Virðing var EKKI stofnað af Sveit og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst frá því ég hóf störf,“ segir Einar að lokum.
Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Atvinnurekendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. 12. júní 2025 12:21 SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna. 12. júní 2025 09:17 SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. 12. júní 2025 06:56 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. 12. júní 2025 12:21
SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna. 12. júní 2025 09:17
SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. 12. júní 2025 06:56