Skoðun

Frelsi til sölu

Erling Kári Freysson skrifar

Við höfum heyrt mikið um frelsi upp á síðkastið. Sérstaklega eru Samtök ungra sjálfstæðismanna, SUS, búin að vera tala um það í kjölfar dráps Charlie Kirks. Charlie Kirk var þekktastur fyrir að tala gegn minnihlutahópum, stjórn kvenna á þeirra eigin líkama og styðja þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu. SUS greip tækifærið tengt dauða Charlie Kirks til að vekja athygli á eigin málstað og að selja boli. 

Á þessum bolum stóð ,,Frelsi“. Frelsi til hvers ég er ekki viss um. En ég er fullkomlega viss um að frelsi þarf að aukast. Mér finnst til dæmis þurfa frelsi fyrir Palestínu, frelsi fyrir Úkraínu, frelsi til að vera sá sem þú ert, frelsi til að stjórna eigin líkama og frelsi til að tala um og gagnrýna fólk sem talar hatursfullt. Þetta er samt ekki frelsið sem SUS vill. Frelsið sem SUS vill er frelsi þar sem þau stjórna því hvað er leyfilegt og hvað er bannað. Þau vilja frelsi sem snýst um peninga. Þeirra frelsi er til sölu.

Höfundur er menntaskólanemi




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×