Íslenski boltinn

Sjáðu Berg­lindi Björgu verða marka­hæsta á­samt öllum hinum mörkum dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg er orðin markahæst Blika.
Berglind Björg er orðin markahæst Blika. Breiðablik

Það var sannkölluð markasúpa í leikjum Bestu deildar kvenna í fótbolta. Hér að neðan má sjá öll mörk dagsins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. Hún skoraði fimm mörk í ótrúlegum 9-2 sigri liðsins á Þór/KA. Andrea Rut Bjarnadóttir, Samantha Rose Smith, Agla María Albertsdóttir og Helga Rut Einarsdóttir skoruðu hin mörk Blika á meðan Henríetta Ágústsdóttir skoraði bæði mörk gestanna.

Klippa: Breiðablik 9-2 Þór/KA

Murielle Tiernan skoraði sigurmark Fram í 1-0 sigri liðsins á Val. Þá er orðið ljóst að Þróttur Reykjavík mætir FH í baráttu um Evrópusæti eftir 4-2 sigur á Stjörnunni.

Unnur Dóra Bergsdóttir skoraði tvennu í liði Þróttar á meðan Sæunn Björnsdóttir og Sierra Marie Lelii skoruðu sitthvort markið. Birna Jóhannsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir skoruðu fyrir Stjörnuna.

Klippa: Sigurmark Fram og mörkin úr sigri Þróttar R. á Stjörnunni

Víkingur hættir ekki að vinna og lagði FHL 4-0 í Víkinni. Ashley Jordan Clark skoraði tvennu á meðan Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Shaina Faiena Ashouri skoruðu sitthvort markið.

Klippa: Víkingur 4-0 FHL

FH vann öruggan 4-0 útisigur á Tindastól. Berglind Freyja Hlynsdóttir, Thelma Lóa Hermannsdóttir, Margrét Brynja Kristinsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir með mörkin.

Klippa: Tindastóll 0-4 FH

Tengdar fréttir

„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 

Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur

Það viðraði vel til knattspyrnu í Úlfársdalnum í dag þegar Fram lagði Val 1-0 í Bestu deild kvenna í fótbolta þökk sé góðu marki frá Murielle Tiernan. Það er hægt að segja að Fram hafi átt þennan sigur skilið en þær voru bæði beittari og grimmari með Valskonur áttu lítil svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×