„Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:41 Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur Víkurfréttir Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. „Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sjá meira
„Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sjá meira